Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Skúraveður og hlýjast á Norðausturlandi

22.06.2020 - 06:29
Mynd með færslu
 Mynd: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir - RÚV
Suðlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða skúrir verður á landinu í dag. Ekki er útlit fyrir að það verði alveg jafn hlýtt og í gær. Hiti verður þó á bilinu 10 til 18 stig og hlýjast norðaustan til. 

Í kvöld gengur vindur niður, en á morgun hvessir aftur úr suðaustri og fer að rigna sunnan- og vestanlands eftir hádegi.  Þurrt verður þó að mestu og bjartara veður á Austur- og Norðausturlandi. 

Búist er við svipuðum hita og í dag og áfram verður hlýjast fyrir norðan.
 

 

Anna Sigríður Einarsdóttir