Skjálftahrinan enn í fullum gangi

22.06.2020 - 06:18
Skjálftahrina á Tjörnesbeltinu
 Mynd: Veðurstofa
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi er enn í fullum gangi. Síðan á miðnætti hafa um fjórir jarðskjálftar mælst þrír eða stærri og var sá stærsti 3,4.

Jarðskjálfti af stærðinni 5,8 mældist á Tjörnesbrotabeltinu um kvöldmatarleytið í gærkvöld.  Það er stærsti skjálftinn sem mælst hefur í skjálftahrinunni. Hann fannst  hann mjög víða á landinu og bárust meðal annars tilkynningar frá Akranesi og Hellu. 

Um tvö þúsund jarðskjálftar hafa mælst á Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi frá því að skjálftahrinan hófst eftir hádegi á föstudag, þar af rúmlega sex hundruð frá miðnætti. Rúmlega 70 skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð. Miðað við fyrri skjálftahrinur á þessum slóðum má búast við að hrinan haldi áfram næstu daga. 
 

 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi