Ekkert nýtt smit

22.06.2020 - 13:22
Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Ekkert smit greindist á Íslandi síðasta sólarhringinn. Samtals voru tekin 779 sýni.

Í landamæraskimun voru tekin 762 sýni, Íslensk erfðagreining tók sjö sýni og á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans voru tekin tíu sýni. 

Von er á níu farþegarflugvélum til landsins í dag en ein lenti í morgun. Flugin koma öll frá Evrópu, helmingur þeirra frá Norðurlöndunum. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi