Bolton ætlar ekki að kjósa Trump

epa08493524 (FILE) - US President Donald Trump speaks as John Bolton, national security advisor, listens during his meeting with Klaus Iohannis, Romania's president, not pictured, in the Oval Office of the White House in Washington, DC, USA, 20 August 2019 (reissued 18 June 2020). According to media reports, the US government wants to prevent publication of a book by former National Security advisor Bolton, arguing that national security was at risk.  EPA-EFE/Andrew Harrer / POOL
 Mynd: EPA-EFE - BLOOMBERG POOL
John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki ætla að kjósa Trump og vonar að hann nái ekki endurkjöri.

Bolton lét þessi orð falla í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina þegar hann var að kynna bók sína The Room Where it Happened, sem fjallar um forsetatíð Trump.

Kvaðst Bolton vona að Trump næði ekki endurkjöri og að þess í stað verði hans minnst sem forseta sem sat eitt kjörtímabil og kom Bandaríkjunum ekki  á niðurleið sem ekki verði snúið af.  

Sjálfur sagðist hann hafa gengið til liðs við stjórnina fullur sannfæringar um að sögurnar sem gengju um stjórn Trumps væru rangar. Þær hefðu hins vegar reynst sannar.

Trump reyndi að fá lögbann á bókina en dómari hafnaði þeirri kröfu forsetans.

Bolton sagði Trump ekki hæfan til að gegna forsetaembættinu.
„Ég tel að hann eigi ekki að vera forseti. Mér finnst hann ekki vera hæfur til þess. Hann hef hefur ekki hæfnina til að sinna starfinu. Ég tel hann heldur ekki vera íhaldssaman repúblikana og ég ætla ekki að kjósa hann í nóvember,“ sagði Bolton.  Hann bætti við að hann myndi ekki heldur kjósa Joe Biden, mótframbjóðanda Trump heldur myndi hann sjálfur skrifa inn nafn einhvers íhaldssams repúblikana.

Breska dagblaðið Daily Telegraph greindi í gær frá því að Bolton hafi ætlað sér að kjósa Biden. Hann hafi kosið Trump frekar en Hillary Clinton fyrir forsetakosningarnar 2016. Eftir að hafa kynnst forsetanum geti hann hins vegar ekki hugsað sér að kjósa hann aftur. 

„Ég hef áhyggjur af landinu og hann er ekki fulltrúi þess málstaðs Repúblikanaflokksins sem ég vil sjá snúa aftur,“ segir Telegraph Bolton hafa sagt.
 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi