Ætla að fjarlægja styttuna af Roosevelt

22.06.2020 - 07:44
epaselect epa08498084 Employees of the US National Park Service attempt to remove a statue of Confederate General Albert Pike after it was toppled and defaced near Judiciary Square the previous night following a day of Juneteenth celebrations in Washington, DC, USA, 20 June 2020. Juneteenth, also known as Freedom Day, annually on 19 June celebrates the liberation of people who had been slaves in the US. The death of African-American George Floyd while in Minneapolis police custody has sparked global protests and outrage.  EPA-EFE/SAMUEL CORUM
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríska náttúruminjasafnið ætlar að láta fjarlægja styttu af Theodore Rossevelt, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem stendur við inngang safnsins.

 

Forsvarsmenn safnsins greindu frá þessu í gær og bætist styttan af Roosevelt þar með í hóp annarra stytta af sögufrægum einstaklingum sem teknir hafa verið til endurskoðunar vegna tengsla sinna við kynþáttafordóma og þrælahald. 

Styttan af Roosevelt sýnir forsetan á hestbaki og við hlið hans standa svartur Bandaríkjamaður og bandarískur frumbyggi af Indíánaættum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að hann sé ósáttur við ákvörðunina um að fjarlægja styttuna.

Roosevelt er ekki eini bandaríski forsetinn sem hefur fengið að víkja í kjölfar mótmælanna sem hófust í lok síðasta mánaðar eftir að lögreglumaður varð George Floyd, svörtum Bandaríkjamanni, að bana. Þannig var stytta af forsetanum Ulysses S. Grant tekin niður í San Francisco. 

Þá rifu mótmælendur um helgina styttu af Albert Pike herforingja Suðurríkjasambandsins í Washingtonborg og kveiktu í henni. 
 

 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi