Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Viðbúnaður við smábátahöfnina í Keflavík

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Sjúkrabílar, lögreglubílar og björgunarsveitir voru að störfum í tæpar tvær klukkustundir í dag við Skessuhelli við smábátahöfnina í Keflavík.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja barst útkall klukkan 13:15 og aðgerðir stóðu yfir til 15:00.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar en vildi ekki veita neinar upplýsingar.

Fréttin verður uppfærð.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV