Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Samningaviðræður hefjast að nýju

Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Fundur hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins hófst á ný klukkan 14:30. Ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga hefst í fyrramálið klukkan átta ef samningar nást ekki fyrir þann tíma.

Samningsaðilar fengu efni til yfirferðar frá ríkissáttasemjara eftir fundinn í gær. Í dag verður viðræðum haldið áfram og samningsaðilar vona að viðræðurnar gangi vel og ekki þurfi að koma til verkfalls. Þetta segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

 

 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV