Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Kettlingajóga vakti mikla lukku

21.06.2020 - 15:57
Innlent · Jóga · Kattholt · kettir · Kettlingar
Mynd: RÚV fréttir / RÚV fréttir
Sérstakt kettlingajóga var haldið í Kattholti á alþjóðlega jógadeginum í dag. Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir, jógakennari, leiddi jógatímann ásamt fjórum kettlingum og leit myndatökumaður RÚV við.

Þetta er í fyrsta skiptið sem kettlingajóga er haldið í Kattholti og vakti framtakið mikla lukku, ekki síst meðal kettlinganna sem léku á als oddi.

Kettlingarnir vöktu mikla kátínu

„Þátttakendur voru hlæjandi allan tíman. Kettlingarnir voru ekkert smá skemmtilegir og voru að fíla þetta í botn,“ segir Jóhanna Ása Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Allur ágóði af jógatímanum rann til Kattholts.

Fréttastofa greindi frá því að mikil eftirspurn sé eftir kettlingum á landinu og lítið sem ekkert framboð í nokkra mánuði. 

Að sögn Jóhönnu er ekki búið að skipuleggja fleiri kettlingajógatíma í bili. Von sé á tveimur gotum hjá læðum í Kattholti en þeir kettlingar séu allir á leið í fóstur.

 

 

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV