Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Gular viðvaranir á sunnanverðu landinu

21.06.2020 - 08:03
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Í dag má búast við austanátt 8-13 m/s, en 13-20 m/s syðst á landinu. Vegna vindhraða eru gular viðvaranir í gildi á sunnanverðu landinu. Ökumenn eru hvattir til að hafa varann á.

Hlýtt og bjart í dag, hiti víða nærri 20 stigum. Svalara og skýjað austantil á landinu. Veðurstofan spáir svo úrkomu víða í kvöld.

Á morgun má gera ráð fyrir rigningu og svalara lofti en í dag, 9-16 stig. Hlýjast norðanlands. Áfram rignir sunnan- og vestanlands á þriðjudag en bjartara um landið norðanvert. Hiti breytist lítið. 

Uppfært 10:12:
Vegagerðin varar við snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal, um og yfir 30 m/s. Hvassviðri verður í hámarki um og eftir hádegi, en strengurinn gefur aðeins eftir upp úr kl. 18. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV