Gleðigangan í Reykjavík verður með breyttu sniði í ár vegna fjöldatakmarkana. Í þetta sinn verða gleðigöngur haldnar um allt land í stað einnar stórrar göngu. Þetta sagði Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, forseti Hinsegin daga, í viðtali við Felix Bergsson í þættinum Fram og til baka á Rás tvö.