Ganga með Gandálf og Kjalar ofan í gilið

21.06.2020 - 11:20
Mynd: RÚV / Sumarlandinn
Í fyrsta þætti af Sumarlandanum skellti Helga Margrét sér í geitalabb með Sigríði Ævarsdóttur á Gufuá í Borgarfirði. Í því felst einfaldlega að setja ól á geit og fara með hana í göngutúr í núttúrunni kring um bæinn.

Sigríður segir ekkert erfiðara að fara í labbitúr með geitur en hunda eða hesta. „Maður kennir þeim það bara og þá koma þær. Þær eru frekar auðtamdar og vilja vera í kring um fólk, frekar en til dæmis kindur.“ Þær skella sé svo út að ganga með hafrana Gandálf og Kjalar í bandi, en þeir Fjalar, Óri og Nóri fylgja þeim eftir. „Þær vilja fylgjast að þannig ef maður er að teyma eina eða tvær þá koma hinar yfirleitt með, það þarf ekkert að vera taumur á þeim til þess.“

Fyrsti þáttur af Sumarlandanum er á dagskrá RÚV klukkan 19:40 í kvöld. Sumarlandinn verður á flakki í sumar og hittir landann fyrir uppi á fjöllum, úti í garði, á tjaldsvæðinu, vinnustaðnum, hjólastígnum og víðar. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir og fleiri.

davidrg's picture
Davíð Roach Gunnarsson
vefritstjórn
helgamh's picture
Helga Margrét Höskuldsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi