Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Einn fluttur á sjúkrahús eftir eldsvoða í Keflavík

21.06.2020 - 14:45
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Maður var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um  reykeitrun eftir að eldur kviknaði á veitingastaðnum Kebab house við Hafnargötu í Keflavík í morgun.

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út laust fyrir klukkan tíu og gekk slökkvistarf vel að sögn Brunavarna Suðurnesja. Sá sem var fluttur á sjúkrahús hafði reynt að slökkva eldinn sem kom upp í steikarpotti í eldhúsi. Hann hlaut minniháttar brunasár. 

Talsvert tjón varð á staðnum vegna mikils hita og þurfti að reykræsta íbúðir á efri hæðum hússins. 

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV