Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Egyptar hóta beinu inngripi í Líbíu

21.06.2020 - 02:04
epa07494417 Militants, reportedly from the Misrata militia, loyal to the UN-backed unity government, take position in Tripoli, Libya, 09 April 2019. Commander of the Libyan National Army (LNA) Khalifa Haftar on 04 April ordered Libyan forces loyal to him to take the capital Tripoli, held by a UN-backed unity government, sparking fears of further escalation in the country. The UN said thousands had fled the fighting in Tripoli, while ministry of health reported 25 people, including civilians, were killed in the fighting.  EPA-EFE/STRINGER
Vígi stjórnarliða í Trípólí. Mynd: EPA-EFE - EPA
Egyptar hótuðu í gær beinum afskiptum af átökum í nágrannaríkinu Líbíu. Líbísk stjórnvöld, sem eru viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum, fordæma viðbrögð nágranna sinna og segja þau ógna þjóðaröryggi sínu.

AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni stjórnvalda að þau telji orð Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, þýða áframhaldandi stríð á hendur líbísku þjóðarinnar, afskipti af innanríkismálum Líbíu og hættulega ógn við þjóðaröryggi landsins.

Eftir að stjórnarherinn í Tripoli gerði áhlaup á borgina Sirte, sem er undir yfirráðum Khalifa Haftars, sagði Sisi að líbísk stjórnvöld hafi gengið of langt. Áhlaupið leggði grunninn að beinum afskiptum Egypta af átökunum um yfirráð í landinu.

Allt frá því Moammar Gaddafi var ráðinn af dögum árið 2011 hafa innri átök skekið Líbíu. Ríkinu er nú skipt á milli alþjóðlegra viðurkenndra stjórnvalda og stjórnar Haftars, sem nýtur stuðnings Egypta.