Annar jarðskjálfti mældist 4,0

21.06.2020 - 13:19
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Jarðskjálfti sem varð klukkan kl. 12.51 mældist 4,0 um 20 km norðaustur af Siglufirði. Rétt fyrir hádegi var annar eftirskjálfti af stærð 4,0 á sömu slóðum. Tilkynningar hafa borist um að báðir skjálftarnir hafi fundist á Siglufirði og til Akureyrar.

Í kringum 2000 jarðskjálftar hafa mælst á Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi síðan skjálftahrinan hófst eftir hádegi á föstudag. 

Áframhaldandi skjálftavirkni er á svæðinu norðaustur af Siglufirði og biðlar Veðurstofan og Almannavarnir til ferðafólks á svæðinu að nota almenna skynsemi, velja öruggar leiðir og forðast að vera undir brekkum sem eru þekktar skriðuhlíðar.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi