Yfir milljón kórónuveirutilfelli í Brasilíu

20.06.2020 - 00:08
epa08494982 Brazilian soldiers provide medical assistance to people living around the Javari river in Palmeiras do Javari, State of Amazonas, Brazil, 18 June 2020. The Brazilian Government deployed the Armed Forces for a health mission to combat the new SARS-CoV-2 coronavirus in Vale do Javari, an indigenous territory in the Amazon that houses the world's largest concentration of uncontacted indigenous people.  EPA-EFE/Joedson Alves
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Staðfest kórónuveirutilfelli eru orðin fleiri en milljón í Brasilíu. Heilbrigðisyfirvöld í landinu staðfestu þetta. Alls greindust rúmlega 50 þúsund sýna jákvæð í dag, en það er að sögn yfirvalda vegna þess að í sumum fylkjum er aðeins greint frá niðurstöðum úr sýnatökum á nokkurra daga fresti. Nærri 49 þúsund eru látnir af völdum faraldursins í landinu. 

Að sögn sérfræðinga er talið að enn fleiri tilfelli séu í Brasilíu en opinberar tölur gefa til kynna, því fá sýni hafa verið tekin. samkvæmt upplýsingum af hagtöluvefnum Worldometers hefur rétt tæplega helmingur sýna greinst jákvæður í landinu.

Tilfellin í Brasilíu eru næst flest í heiminum, á eftir Bandaríkjunum. Þar stefna þau hraðbyri á 2,3 milljónir, eftir að rúmlega 31 þúsund sýna greindust jákvæð þar í landi í dag. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi