Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Meirihluti nefndarinnar svarar Þórhildi Sunnu

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur gefið út yfirlýsingu í tilefni af afsögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur úr embætti formanns. Í yfirlýsingunni segir að frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á hæfi sjávarútvegsráðherra hafi í einu og öllu verið í samræmi við hlutverk nefndarinnar og verklag hafi verið eðlilegt.

Allar ásakanir um annað byggi á öðru en staðreyndum. 

Þórhildur Sunna gaf meðal annars þá ástæðu fyrir afsögninni að meirihluti nefndarinnar hefði staðið í vegi fyrir frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins. Jafnframt sagði Þórhildur Sunna að persóna hennar væri dregin í svaðið og hún notuð sem blóraböggull.  

Meirihluta nefndarinnar mynda Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson frá Sjálfstæðisflokki, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir frá Framsóknarflokki og Kolbeinn Óttarsson Proppé frá Vinstri grænum.