Grjóthrun varð víða í kjölfar jarðskjálftahrinu sem varð um hálf átta í kvöld. Almannavarnir og lögregla biðla til fólks að sýna aðgát í grennd við brattar hlíðar. Eins geti óstöðugar brúnir við sjávarhamra losnað.
Sigurgeir Haraldsson er í sumarbústað í Ólafsfirði. Hann fann vel fyrir skjálftanum og tók meðfylgjandi myndir af grjóthruninu.
„Það kom þetta svakalega högg á húsið og þessi fræga hljóðbylgja sem kemur líka,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. Hann hafi síðan farið út úr bústaðnum og þá hafði mikið grjóthrun og ryk blasað við í Gjögurtánni.
Líkur á fleiri sambærilegum hrinum
„Talsverðar líkur eru á að skriður falli í sambærilegum hrinum og þeirri sem gengur yfir núna og því mikilvægt að fólk fari varlega við brattar hlíðar,“ segir í nýrri færslu Veðurstofunnar.
Neðar í fréttinni má sjá myndskeið af grjóthruni í Siglunesi.