Áhöfn og farþegar á hvalaskoðunarbát Hvalaskoðunar í Hauganesi fundu vel fyrir jarðskjálftanum á Norðurandi í dag. Aðalsteinn Svan Hjelm, leiðsögumaður hjá Hvalaskoðuninni á Hauganesi, að það hafi verið líkt og risi bankaði í bátinn.
„Þetta var mjög sérstök upplifun,“ sagði Aðalsteinn. Skipstjórinn taldi í fyrstu að eitthvað hefði lent í skrúfunni, hristingurinn var það mikill.
Úlla Árdal tók viðtal við Aðalstein þegar hann kom í land.
Mynd: Aðsend mynd / Aðsend mynd
Aðalsteinn velti fyrir sér hvort berghrun hefði orðið í múlanum austur með landinu þar sem báturinn var á siglingu norðaustan við Hrísey. Honum virtist rykský rísa upp af sjávarborðinu. Hann tók meðfylgjandi myndskeið í bátnum.