Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Annar skjálfti fannst á norðan- og vestanverðu landinu

20.06.2020 - 19:39
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Skjalftar urðu klukkan 19:26 á Norðurlandi af stærðinni 5,6 samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum Veðurstofunnar. Fannst hann greinilega víða um norðan- og vestanvert landið.

Fréttastofu bárust tilkynningar um að skjáftinn væri greinilega sterkari en sá fyrri í dag. 

Jarðskjálftahrina hefur verið á Tjörnessflekabeltinu frá því í gær og náði hún hámarki rétt eftir þrjú í dag. Fjöldi minni skjálfta, stærri en þrír, urðu í kjölfarið. 

Uppfært 19:53

Veðurstofan er enn að yfirfara göng og meta stærð skjálftanna. Fólk fann fyrir jarðhræringunum suður á Akranes og vestur á Ísafjörð.

Uppfært 19:46

Neyðarlínu hafa ekki borist tilkynningar um slys eða tjón af völdum skjálftans.

Uppfært 19:44

Árni Logi Sigurbjörnsson íbúi í Víðibakka í Öxarfirði segir í samtali við fréttastofu að þetta sé lang stærsti skjálfti sem hann hafi upplifað. „Það komu miklar drunur. Ég var að dunda mér og sá að bíllinn fór að rugga og svo gekk allt landið til.“ Hann segir engar skemmdir hafa orðið á húsi sínu.

Í Kelduhverfi bylgjaðist jörðin og varð rafmagnslaust í kjölfar á skjálftanum. Íbúi í Hrísey segir að skjálftinn hafi verið svakalegur. Húsið hafi gengið til.

Jón G. Guðjónsson íbúi í Litlu-Ávík á Ströndum segir að þetta hafi verið mikill skjálfti og hann hafi fundið greinlega þegar höggið gekk yfir.

Fréttastofa RÚV óskar eftir myndskeiðum af skjálftanum. Hægt er að senda þau á [email protected].

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV