Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Um 30 jarðskjálftar við Eyjafjörð

19.06.2020 - 15:47
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Aðsend mynd
Um þrjátíu jarðskjálftar hafa mælst við mynni Eyjafjarðar í skjálftahrinu sem hófst rétt eftir klukkan eitt í dag. Sérfræðingur segir þó að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af skjálftunum.

Upptök skjálftanna eru um 18 km vestnorðvestur af Gjögurtá. Einar Hjörleifsson, sérfræðingur í náttúruvá á Veðurstofu Íslands, segir að þar sé þekkt jarðskjálftasvæði og skjálftarnir séu líklega vegna brotahreyfinga.

Einar segist ekki hafa fengið tilkynningar um að skjálftarnir hafi fundist í byggð og stærsti skjálftinn sé rétt tæplega þrír á stærð. Enn sé þó ekki búið að fara yfir öll gögnin. Ekki þurfi að hafa áhyggjur af skjálftunum, svona hrinur séu alþekktar. Aldrei sé þó hægt að útiloka að stærri skjálfti fylgi í kjölfarið. 

Úlla Árdal
Fréttastofa RÚV