Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Tvö ný virk smit greindust

19.06.2020 - 14:00
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þrjú smit greindust á landinu á gær samkvæmt tölum Landlæknisembættisins. Einn farþegi á leið frá Kaupmannahöfn greindist með smit við landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli. Mótefnamæling leiddi í ljós að það var gamalt.

Hin tvö smitin greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala hjá tveimur af lögreglumönnunum sem höfðu afskipti af rúmenskum ferðamönnum í síðustu viku sem virtu ekki sóttkví. Þeir voru þegar í sóttkví. Virk smit í landinu eru nú átta. 

Alls voru 702 sýni tekin hjá Landamæraeftirlitinu og 36 á Veirufræðideild Landspítalans. 501 er í sóttkví.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV