Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þrjár tilkynningar um sinuelda í Keflavík

19.06.2020 - 23:50
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Brunavarnir Suðurnesja hafa þrívegis verið kallaðar út í dag og í kvöld vegna sinubruna við Rósaselstjarnir, ofan við byggðina í Keflavík. Fimm slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang í dag þegar dreifðist hratt úr eldinum sökum vinda. Þá tók um klukkutíma að slökkva eldinn.

Í kvöld var aftur tilkynnt um sinubruna á svipuðum slóðum og tók þá slökkviliðsmenn á tveimur bílum tæpan klukkutíma að slökkva eldinn. Að sögn varðstjóra Brunavarna Suðurnesja var einn bíll á leiðinni að Rósaselstjörnum á tólfta tímanum til þess að slökkva enn einn sinueldinn. Nokkuð lygnt hefur verið í kvöld og aðstæður því betri við slökkvistörf.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV