Slakað á viðbúnaði í Singapúr

19.06.2020 - 10:44
epa08495207 Shoppers wearing masks along a neighbourhood pedestrian mall in Singapore, 19 June 2020. Singapore further lifted its circuit breaker measures, to enter phase two, with businesses such as restaurants, gyms, and retail resuming operations and the reopening of public spaces such as parks and beaches on 19 June with updated safety guidelines issued by the Ministry of Health.  EPA-EFE/WALLACE WOON
Verslanir í Singapúr fylltust fljótlega eftir að kaupmönnum var heimilað að opna þær að nýju. Mynd: EPA-EFE - EPA
Verslanir og kaffihús voru opnuð í Singapúr í dag eftir að yfirvöld slökuðu á viðbúnaði vegna COVID-19 farsóttarinnar. Meira en tveir mánuðir eru síðan útgöngubanni var lýst yfir í landinu til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar.

Að sögn AFP fréttastofunnar var fólki mjög létt að fá að koma út undir bert loft að nýju. Enn eru þó ýmsar takmarkanir í gildi svo sem að ekki mega fleiri en fimm manns safnast saman, allir verða að vera með andlitsgrímur utandyra og gæta þess að hafa að koma ekki nær hvert öðru en einn metra.

Lee Hsien Loong, forsætisráðherra Singapúr, skrifaði á Facebook að hann vissi að landsmenn fögnuðu því að slakað hefði verið á samgöngubanninu, en bað fólk lengst allra orða að ganga hægt um gleðinnar dyr.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi