Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Skýjað fyrir sunnan en bjart að mestu norðan til

19.06.2020 - 22:53
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Austan og norðaustanátt verður næsta sólarhringinn 3-10 metrar á sekúndu, en 8-15 metrar á sekúndu við suðurströndina. Skýjað verður um landið sunnanvert og bjart að mestu norðantil samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Í nótt fer að rigna sunnan- og vestanlands, en úrkomuminna  verður eftir hádegi á morgun. Suðaustan 5-13 á morgun, en dálítið hvassari með suðurströndinni. Hiti 8 til 16 stig, en 16 til 23 um landið norðaustanvert.

 Austlægar áttir eru á landinu næstu daga. Rigning af og til, einkum suðaustanlands, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti víða 12 til 19 stig að deginum, en dálítið svalara eftir helgi.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV