Skorið niður hjá BMW

19.06.2020 - 13:45
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Störfum hjá þýska bílaframleiðandanum BMW verður fækkað um sex þúsund á þessu ári vegna minnkandi eftirspurnar af völdum kórónuveirunnar. Alls vinna um 120 þúsund hjá fyrirtækinu um heim allan. Í yfirlýsingu sem stjórnendur fyrirtækisins sendu frá sér í dag segir að grípa þurfi til fleiri aðgerða til að styrkja reksturinn og gera hann sveigjanlegri fyrir utanaðkomandi aðstæðum og sveiflum á markaði.

Starfsfólki verður fækkað með því að ráða ekki í stað þeirra sem segja upp eða hætta af öðrum ástæðum. Einnig er ætlunin að bjóða upp á starfslokasamninga.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi