Gamlárspartý fer úr böndunum

Mynd með færslu
 Mynd: Bömmer

Gamlárspartý fer úr böndunum

19.06.2020 - 12:59
Í lokaþætti Bömmer fara vinirnir Fannar og Kristján í gamlárspartý til Klöru vinkonu sinnar. Þar kemst Kristján að því að Fannar hefur haldið ýmsu leyndu fyrir honum.

Horfðu á lokaþátt Bömmer hér.

Með aðalhlutverk í þáttunum fara Baldur Einarsson, Ásgeir Sigurðsson og Lára Snædal Boyce. Ásgeir er einnig handritshöfundur og leikstjóri þáttanna. Þættirnir eru birtir alla föstudaga í spilara RÚV.