Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Þingvallavatnsrit tileinkað dr. Pétri

18.06.2020 - 18:12
Mynd:  / 
Doktor Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur er 100 ára í dag, 18. júní.  Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúruminjasafn Íslands heiðrar Pétur með því að tileinka honum nýjasta hefti Náttúrufræðingsins. Í því er fjallað um Þingvallavatn og rannsóknir á lífríki og vistfræði þess.

Brautryðjandi í rannsóknum

Dr. Pétur var brautryðjandi í rannsóknum á Þingvallavatni og Mývatni. Einn af lærisveinum og nemendum Péturs er Hilmar Malmquist vatnalíffræðingur, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Hann skrifar ásamt öðrum tvær greinar í ritið auk þess að skrifa leiðara.  Spegillinn ræðir við Hilmar um lífsstarf dr. Péturs, Þingvallavatn og rannsóknir á því. 

 

 

 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV