Brautryðjandi í rannsóknum
Dr. Pétur var brautryðjandi í rannsóknum á Þingvallavatni og Mývatni. Einn af lærisveinum og nemendum Péturs er Hilmar Malmquist vatnalíffræðingur, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Hann skrifar ásamt öðrum tvær greinar í ritið auk þess að skrifa leiðara. Spegillinn ræðir við Hilmar um lífsstarf dr. Péturs, Þingvallavatn og rannsóknir á því.