Telur að styttist í lyf gegn kórónuveirunni

epa08213673 Soumya Swaminathan, WHO's Chief Scientist, informs the media about the response COVID-19 after the conclusions of the Global Research and Innovation Forum, during a new press conference, at the World Health Organization (WHO) headquarters in Geneva, Switzerland, 12 February 2020. The disease caused by the novel coronavirus (SARS-CoV-2) has been officially named COVID-19 by the World Health Organization (WHO).  EPA-EFE/SALVATORE DI NOLFI
 Mynd: EPA-EFE - Keystone
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin í Genf vonast til þess að hægt verði að framleiða nokkrar milljónir skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Þeir sem eru sérlega berskjaldaðir gegn sjúkdómnum eigi að fá lyfið á undan öðrum.

Þetta kom fram á fundi stofnunarinnar með fréttamönnum í dag. Soumya Swaminathan, yfirmaður vísindasviðs, sagði þar að reyndar væri ekkert bóluefni komið fram við veirunni, en unnið væri að þróun þess á meira en tvö hundruð stöðum víðs vegar um heiminn. Í tíu tilfellum væri byrjað að prófa lyfið á fólki. Því væri hún vongóð um að minnsta kosti ein, jafnvel tvær prófanir skiluðu svo jákvæðum árangri að hægt væri að byrja að framleiða það á þessu ári. Ef allt gengi að óskum yrði jafnvel búið að framleiða tvo milljarða bóluefnisskammta af tveimur eða þremur gerðum fyrir árslok 2021.

Swaminathan sagði að þrír hópar þyrftu að vera í forgangi þegar bóluefnið verður tilbúið: Þeir sem væru í nánustum tengslum við sjúka og smitaða, svo sem heilbrigðisstarfsfólk og lögreglumenn. Þá eldri borgarar með undirliggjandi sjúkdóma svo sem sykursýki og loks fólk sem er hættara en öðrum við að smitast, til dæmis íbúar í fátækrahverfum stórborga og þeir sem búa á elli- og hjúkrunarheimilum.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi