Ræða rasisma á Íslandi á Instagram-síðu Bjarkar

Mynd með færslu
 Mynd: Diana Breckmann, Chanel Björk - Instagram

Ræða rasisma á Íslandi á Instagram-síðu Bjarkar

18.06.2020 - 13:27
Klukkan 18:00 í kvöld verða þær Chanel Björk og Diana Breckmann í beinni útsendingu á Instagram-síðu Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu. Þar munu þær ræða rasisma á Íslandi og hvernig Black lives matter hreyfingin hefur haft áhrif hér á landi.

Í byrjun mánaðar deildi Chanel Björk sinni þekkingu og reynslu af kerfisbundnum rasisma í ljósi aðstæðna í Bandaríkjunum á Instagram-síðu sinni. 
 

„Rasismi er gildishlaðið hugtak sem er oft erfitt að ræða um. En það er kominn tími til að við opnum umræðuna. Því að rasismi þrífst líka í þögninni. Sýnum #blacklivesmatter hreyfingunni samstöðu með því að líta inná við,“ segir Chanel Björk við myndbandið sem hún deildi. 

Fyrr á árinu gerði Chanel þætti sem voru á Rás 1 og eru aðgengilegir í spilaranum. Í þáttunum veitir hún hlustendum innsýn í hugarheim þeirra sem kalla má blandaða íslendinga og kannar hugmyndir okkar um þjóðerni, kynþætti og fjölmenningu með viðtölum við blandaða Íslendinga og við fræðimenn á ýmsum sviðum í þáttunum Íslenska mannflóran.