Frekari takmarkanir í Peking til að stöðva aðra bylgju

18.06.2020 - 11:01
Erlent · Heilbrigðismál · Asía · COVID-19 · Kína · Peking
epa08492820 Local residents line up waiting for testing for COVID-19 disease at a makeshift coronavirus testing center in Beijing, China, 18 June 2020. Chinese health authorities said that they received reports of 28 new confirmed COVID-19 cases on 17 June of which 21 cases were reported in Beijing. Authorities gave COVID-19 nucleic acid tests to 356,000 people since 13 June, according to the city's government officials, as the number of new coronavirus cases is continuing to increase in the city.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ferðatakmarkanir ná nú til um hálfrar milljónar íbúa Peking, höfuðborgar Kína, vegna hópsýkingar COVID-19, en sá fyrsti greindist á föstudaginn í síðustu viku. Fram að því höfðu engin smit greinst í höfuðborginni í rúma tvo mánuði.

Kínverjar náðu nokkuð fljótlega tökum á faraldrinum en fyrstu tilfelli COVID-19 greindust þar í lok síðasta árs, en upphaf kórónuveirufaraldursins er rakið til matarmarkaðar í borginni Wuhan. Nú er það matarmarkaður í Peking en þar hafa ekki greinst smit lengi. Þangað hafa smitaðir ferðamenn komið síðustu vikur en ekkert smit sem hefur átt uppruna þar. 

21 greindist með veiruna í gær, en þeir eru nú alls 158. Margir óttast aðra bylgju faraldursins en yfirvöld í borginni hafa gripið til harðra aðgerða og skima nú um fjögur hundruð þúsund manns á dag. Borgaryfirvöld hafa mælst til þess að íbúar haldi sig heima, en útgöngubann er í um þrjátíu hverfum borgarinnar. Öllum skólum í borginni hefur verið lokað, börum og skemmtistöðum sömuleiðis í hverfum nærri Xinfadi-matarmarkaðnum, en þangað er hópsýkingin rakin. Talið er að mörg þúsund manns hafi heimsótt markaðinn frá síðustu mánaðamótum og þar til honum var lokað. Markaðurinn er einn sá stærsti í borginni. Þar er einnig heildsala en þaðan koma um sjötíu prósent af því kjöti og grænmeti sem borgarbúar neyta. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi