Farsóttarhús við Eyvindará steinsnar frá Egilsstöðum

18.06.2020 - 12:29
Egilsstaðir, Fljótsdalshérað. Mynd tekin í júlí 2013. Mynd: Rúnar Snær Reynisson
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Rauði krossinn hefur tekið á leigu smáhýsalengju við Eyvindará steinsnar frá Egilsstöðum undir farsóttarhús. Þar eru 10 herbergi og á að nota húsið ef ske kynni að erlendir ferðamenn greindust með COVID-19 á Austurlandi. Farsóttarhús eru einnig í Reykjavík og á Akureyri.

Ólíklegt er talið að farsóttarhúsið við Egilsstaði verði mikið notað þar sem ferðamenn sem koma með Norrænu til Seyðisfjarðar eru gjarnan lagðir afstað úr fjórðungnum þegar þeir fá niðurstöðu úr skimun.

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi