Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Blautklútar stór hluti af öllu rusli í fjörum landsins

18.06.2020 - 16:38
Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Hreinlætisvörur eru stór hluti eða tæp tuttugu og þrjú prósent af því rusli sem tínt var upp í íslenskum fjörum á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2019. Mest er af blautklútum sem íbúar landsins henda í klósettið. Hreinsibúnaður nær ekki að sía klútana út.

Þetta kemur fram í ársskýrslu Umhverfisstofnunar. Stofnunin vaktar sex strandsvæði á Íslandi, Víkur, Rekavík bak Höfn, Rauðasand, Búðavík, Bakkavík  og Surtsey. Þar er allt rusl tínt upp og flokkað samkvæmt ákveðnum stöðlum. Lang mest af hreinlætisvörum fannst í  Bakkavík á Seltjarnarnesi eða 42% alls rusls, en sá staður sker sig úr vegna nálægðar við þéttbýli og skólpdælustöðvar.
Mest var tínt upp af plasti í fjörunum á þessu tímabili, en það fyllti 64,4 prósent rusls, og næst mest af hreinlætisvörum. 

Bergljót Baldursdóttir
Fréttastofa RÚV