Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Vill að ríki greiði sanngirnisbætur vegna nýlendustefnu

17.06.2020 - 15:22
epa08486964 United Nations High Commissioner for Human Rights Michelle Bachelet wearing a protective face mask is seen during the resuming of a UN Human Rights Council session after its interruption in March over the coronavirus pandemic in Geneva, Switzerland, 15 June 2020. The UN's top rights body Monday agreed to a request from African countries to urgently debate racism and police brutality this week following unrest in the US and beyond over George Floyd's death.  EPA-EFE/FABRICE COFFRINI / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL
Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að horfast í augu við arfleifð nýlendustefnunnar og þrælahalds og greiða sanngirnisbætur. Kerfisbundið kynþáttahatur og lögregluofbeldi var rætt á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í dag sem fjöldi afríkuríkja óskaði eftir.

Bachelet var ein þeirra sem ávörpuðu fundargesti en flestir tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Einn þeirra var Philonise Floyd, bróðir George Floyd sem lést í haldi lögreglu í Minneapolis í lok maí. Philonise hvatti Sameinuðu þjóðirnar til að setja á fót rannsóknarnefnd sem rannsaki mál þeldökkra sem hafa dáið í haldi lögreglu, og ofbeldi lögreglumanna gegn mótmælendum sem hófust eftir Floyd lést. Mótmælt hefur verið í flestum stærstu borga Bandaríkjanna og fjöldi mótmælenda komið saman víða um heim til að styðja við málstað mótmælenda um réttlátara samfélag í Bandaríkjunum.