Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Skora á Kínverja að hætta við löggjöf í Hong Kong

17.06.2020 - 21:40
epa08486586 Pro-democracy activists chant slogans during a mourning for ‘Raincoat Man’ Leung Ling-kit at Pacific Place in Hong Kong, China, 15 June 2020. Leung fell to his death outside the shopping mall a year ago during an anti-extradition rally.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Utanríkisráðherrar sjö af helstu iðnríkjum heims hvöttu kínversk stjórnvöld í dag til að endurskoða nýja öryggislöggjöf sína sem gilda á í Hong Kong. Löggjöfin þykir draga mjög úr frelsi íbúa, meðal annars með því að banna undirróðursstarfsemi og takmarka möguleika íbúa til mótmæla.

Utanríkisráðherrarnir lögðu mikla áherslu á að Kínverjar endurskoðuðu afstöðu sína. Þeir sögðu að fyrirhuguð löggjöf standist ekki alþjóðlegar skuldbindingar Kína. Þá ógni hún grundvallarmannréttindum og frelsi allra íbúa auk þess sem sjálfstæði dómstóla sé stefnt í hættu.