Utanríkisráðherrar sjö af helstu iðnríkjum heims hvöttu kínversk stjórnvöld í dag til að endurskoða nýja öryggislöggjöf sína sem gilda á í Hong Kong. Löggjöfin þykir draga mjög úr frelsi íbúa, meðal annars með því að banna undirróðursstarfsemi og takmarka möguleika íbúa til mótmæla.