Minnst 20 látnir eftir átök Indverja og Kínverja

17.06.2020 - 05:53
An Indian man burns a photograph of Chinese president Xi Jinping during a protest against China in Ahmedabad, India, Tuesday, June 16, 2020. At least three Indian soldiers, including a senior army officer, were killed in a confrontation with Chinese troops along their disputed border high in the Himalayas where thousands of soldiers on both sides have been facing off for over a month, the Indian army said Tuesday. (AP Photo/Ajit Solanki)
 Mynd: AP
Indversk stjórnvöld segja minnst tuttugu hermenn hafa fallið í átökum við kínverska hermenn á landamærum ríkjanna við Himalaja-fjöll. Hermenn hafa margsinnis tekist á við ómerkt landamæri ríkjanna undanfarna áratugi, en enginn hefur fallið í átökum síðan 1975. 

Stjórnvöld í Peking og Nýju Delí kenndu hvorum öðrum um að hafa byrjað áflogin á mánudag. Þau urðu á grýttu svæði Galwan-dals, sem liggur á milli Tíbet Kína-megin, og Ladakh í Indlandi. Engin skotvopn voru notuð, heldur voru hnefarnir látnir tala. Auk þess saka Indverjar Kínverja um að hafa notað gaddakylfur og prik í áflogunum. Líkt og greint var frá aðfaranótt þriðjudags tilkynntu indversk stjórnvöld að þrír hermenn hafi fallið í átökunum og tugir særst. 17 hinna særðu létust af sárum sínum. Í yfirlýsingu Indverja var greint frá mannfalli úr báðum herjum. Kínversk stjórnvöld hafa ekki gefið út hversu margir féllu þeirra megin. 

Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir því að ríkin haldi aftur af sér við landamærin. Svæðið sem bæði ríki gera tilkall til er stórt, eða um 40 þúsund ferkílómetrar. Bandaríkjastjórn sagðist vonast til þess að ríkin nái að semja um frið og stjórnvöld í Washington fylgdust grannt með gangi mála. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi