Lögregla skakkaði leikinn milli bílstjóra og farþega

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Í ýmsu var að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Á áttunda tímanum í gærkvöldi var lögregla kölluð til vegna átaka á milli strætóbílstjóra og farþega og var rætt við báða með réttarstöðu sakbornings. Minniháttar meiðsli urðu í átökunum. Sjö voru teknir, grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Tveir þeirra voru að auki án ökuréttinda og einn í þessum hópi olli óhappi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar úr verslun og um klukkan hálf  voru afskipti höfð af manni sem  var að selja áfengi. Þá hafði lögregla afskipti af þremur ungmennum undir 18 ára aldri vegna vörslu fíkniefna í gærkvöldi. Foreldrar þeirra voru boðaðir á lögreglustöð þar sem málinu var lokið með skýrslutöku, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi