Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Erfiðast að takast á við hlutverk Helga fokking Björns

Mynd: Grímur Jón Sigurðsson / RÚV

Erfiðast að takast á við hlutverk Helga fokking Björns

17.06.2020 - 20:30

Höfundar

„Ég verð bara feiminn og hrærður og veit ekki alveg hvernig ég á að haga mér. Kannski melti ég þetta bara á morgun. En auðvitað er ég bara stoltur,“ segir Helgi Björnsson, söngvari og leikari. Hann var í dag útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur og hlaut fálkaorðuna.

Aðspurður hvað stæði upp úr á ferlinum svaraði Helgi: „Ég hugsa jafnvel að það sé að takast á við hlutverk Helga fokking Björns í Ligeglad. Það er náttúrulega erfiðasta hlutverk sem ég hef tekist á við, þegar ég er að fást við eitthvað sem er mjög nálægt manni sjálfum.“

Helgi segist ekki kominn á toppinn heldur sé hann rétt að byrja. Hann sagði viðurkenningarnar séu hvatning til að halda áfram og gera betur. „Og verða betri, bæði listamaður og maður.“

Tengdar fréttir

Menningarefni

Nýi borgarlistamaðurinn: „Við erum öll sexí“