Covid 19: Dauðföllum á Indlandi fjölgaði um 2.000

17.06.2020 - 08:18
epa08488555 A patient is shifted to the COVID-19 designated area for coronavirus patients at the Lok Nayak Jai Prakash Narayan Hospital in New Delhi, India, 16 June 2020. Indian government has decided to provide relaxation in the ongoing lockdown but it will continue until 30 June, in 'containment zones.' However Delhi reportedly witnessed an increase in deaths related to coronavirus and corona virus positive cases reported on a single day on 15 June.  EPA-EFE/HARISH TYAGI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Dauðsföllum vegna Covid nítján á Indlandi fjölgaði um yfir 2 þúsund frá því í gær þegar daglegar tölur um tilfelli voru birt í morgun.

Mumbai-borg hækkaði sína tölu um 862 vegna mistaka í talningu, og í Nýju-Delí fjölgaði dauðsföllum um yfir 400 síðasta sólarhring, sem er versti dagurinn þar. Alls hafa ríflega 354 þúsund tilfelli greinst á Indlandi, sem er það fjórða mesta í heiminum, og hátt í 12 þúsund hafa látist.

Borgin Chennai setti á nýtt útgöngubann á föstudaginn vegna fjölgunar tilfell þar. Víðast hvar annars staðar er hins vegar verið að draga úr takmörkunum vegna þess efnahagslega tjóns sem þær hafa valdið.

Þýska utanríkisráðuneytið hefur varað þegna sína við því að dvelja í landinu og er fyrsta þjóðin sem grípur til slíkra aðgerða. Þar er sérstaklega bent á að víða sé verið að draga úr takmörkunum þrátt fyrir að tilfellum fjölgi hratt.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi