Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Bjart og fallegt 17. júní veður

17.06.2020 - 08:14
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Í dag. þjóðhátíðardaginn, er spáð suðlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s. Víða verður bjart og fallegt veður en framan af degi verður skýjað með köflum vestan til á landinu, og það eru líkur á þokulofti við norður- og austurströndina.

Hiti 8 til 19 stig, hlýjast í innsveitum norðanlands. Suðaustan 5-13 á morgun, en hægari norðvestantil. Skýjað að mestu og úrkomulítið um landið sunnanvert, en áfram bjart og hlýtt fyrir norðan.

Þetta kemur fram í veðurspá Veðurstofu Íslands. Þar er spá suðaustan og 8-13 stiga hita á morgun, skýjað verður og úrkomulítið, en þurrt og bjart norðan til á landinu. Hiti breytist lítið.

Á föstudag er svo útlit fyrir vaxandi austlæga átt með vætu sunnantil á landinu. 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir