Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Nýja-Sjáland ekki lengur laust við COVID-19

16.06.2020 - 11:55
epa08401784 (FILE) - New Zealand Prime Minister Jacinda Ardern attends a press conference with Australian Prime Minister Scott Morrison (not pictured) at Admiralty House in Sydney, Australia, 28 February 2020 (reissued 05 May 2020). According to media reports, Australia and New Zealand discussed on 05 May about introducing a trans-Tasman bubble to allow travel between the two countries. The plan was set in motion after Ardern reportedly stressed out that the New Zealand border will be closed for a long time, amid the ongoing coronavirus pandemic.  EPA-EFE/BIANCA DE MARCHI  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA images - EPA
Nýja-Sjáland er ekki lengur laust við COVID-19. Tvö ný smit greindust þar í dag í konum sem komu frá Bretlandi til Nýja-Sjálands fyrr í þessum mánuði.

Nýja-Sjáland er enn lokað ferðamönnum en konurnar tvær, sem eru systur á fertugs- og fimmtugsaldri, fengu leyfi til að heimsækja foreldri sitt sem lá á dánarbeði. Frá áttunda júní hafa allir sem koma til landsins farið í sýnatöku en konurnar, sem komu til landsins sjöunda júní, fóru ekki í sýnatöku fyrr en í gær.

Fengu leyfi til þess að rjúfa sóttkví

Konurnar fóru í sóttkví við komuna til Nýja-Sjálands líkt og öllum ber að gera en föstudaginn 12. júní sóttu þær um sérstakt leyfi til að fara til annarrar borgar að hitta sjúklinginn, sem lést sama kvöld. Daginn eftir fengu þær leyfi til þess að rjúfa sóttkvína og fóru þá um 650 kílometra milli Auckland og Wellington til þess að geta syrgt með ástvinum sínum. Yfirvöld á Nýja- Sjálandi segja að konurnar hafi farið eftir öllum reglum. Þær hafi keyrt á einkabíl, ekki stoppað til þess að taka bensín né hafi þær notað almenningssalerni. Átta dagar eru frá því að síðast var vitað um virkt smit á Nýja- Sjálandi og þá lýsti Jacina Ardern, forsætisráðherra landið laust við COVID-19. Ardern segir að yfirvöld hafi alltaf sagt að fleiri tilfelli kæmu upp. Nýju smitin sýni fram á mikilvægi þess að hafa eftirlit og ströng skilyrði við landamærin. 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV