Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Norður-Kóreumenn hrista vopn sín

16.06.2020 - 03:59
epa07407806 Kim Yo-jong, sister of North Korea's leader Kim Jong-un, attends wreath laying ceremony at the Ho Chi Minh Mausoleum in Hanoi, Vietnam, 02 March 2019.  EPA-EFE/JORGE SILVA / POOL
Kim Yo-jong. Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL
Landher Norður-Kóreu hefur varað við að hann hyggist halda inn á hlutlausa svæðið sem skilur að Kóreuríkin tvö. Spenna hefur farið vaxandi í samskiptum ríkjanna um nokkurt skeið.

Norður-kóreskir liðhlaupar hafa verið sakaðir um að standa fyrir því nota loftbelgi við að flytja blöð og bæklinga úr suðrinu með and-norðurkóreskum undirrróðri norðuryfir.

Það hefur reitt norður-kóresk stjórnvöld til reiði og nú er svo komið að þau hóta beita hernum fyrir sig.

Kim Yo-Jong systir leiðtogans Kim Jong-uns kveðst sjálf hafa fyrirskipað yfirmönnum hersins að hefja flutning hersveita inn á svæðið. Talsmenn hersins segjast tilbúnir að hlýða því.

Hermenn muni verða sendir til varðstöðu á framvarðarlínunni við landamæri ríkjanna.

Suður-kóreska varnarmálaráðuneytið hefur sagst taka vopnaskak norðanmanna alvarlega. Hugað verður að viðbrögðum við því með fulltingi Bandaríkjamanna.