Loka skólum og leggjast gegn ferðalögum

16.06.2020 - 17:53
epa08487633 People wearing face masks shop in a supermarket following the confirmations of new SARS-CoV-2 cases in Beijing, China, 16 June 2020. According to Chinese health authorities, more SARS-CoV-2 and COVID-19 cases have been confirmed in Beijing.  EPA-EFE/WU HONG
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Borgaryfirvöld í Peking beindu því til íbúa í dag að ferðast ekki frá borginni á næstunni nema brýna nauðsyn bæri til. Ástæðan er fjölgun kórónuveirusmita sem greinst hafa síðustu daga. Fólki sem býr í hverfum þar sem talin er nokkur eða mikil hætta á smiti er bannað að fara út úr borginni. Þeir sem þurfa að fara út á land þurfa að láta skima fyrir veirunni viku áður en þeir leggja af stað.

Yfirvöld í Peking tilkynntu einnig í dag að skólum yrði lokað að nýju vegna hættu á að kórónuveiran breiddist út meðal borgarbúa.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi