Álíka margar og útskrifuðust í byrjun 20. aldar
Í Ljósmæðrafélaginu eru 264 félagsmenn, allt konur. Fimm eru undir þrítugu en 62 á sjötugsaldri. Árlega eru brautskráðar álíka margar og útskrifuðust úr Yfirsetuskólanum í byrjun 20. aldar en landsmönnum hefur stórfjölgað á sama tíma. Þegar er svæðisbundinn skortur á ljósmæðrum og erfitt að ráða í afleysingastöður á sumrin því allar ljósmæður eru ráðnar einhvers staðar. Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir líta út fyrir að eftir tíu til fimmtán ár verði mjög erfitt að manna ljósmæðrastöður á Íslandi. „Helmingur félagsins er fimmtíu ára og eldri, eiginlega 55 ára og eldri, og við vitum að þær hætta þá á næstu tíu til fimmtán árum.“