Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Lægir og styttir upp í kvöld

16.06.2020 - 06:30
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Veðurstofan spáir suðvestlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s í dag. Víða um landið verða smávægilegar skúrir. Bjart með köflum á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 8-16 stig og hlýjast suðaustantil. Í kvöld lægir svo og styttir upp.

Enn er engri úrkomu spáð á þjóðhátíðardaginn. Búast má við suðlægri átt 3-10 m/s. Sunnan- og vestanlands verður skýjað með köflum og hiti 10 til 14 stig. Léttskýjað á Norðausturlandi og hiti 13 til 19 stig. Gera má ráð fyrir þokulofti við ströndina, sérstaklega á Austurlandi.

Á fimmtudaginn er svo spáð suðaustan 8-13 m/s við suðvesturströndina, en hægari vindur annars staðar. Skýjað á sunnanverðu landinu en úrkomulítið. Bjartviðri norðanlands og hlýjast þar, hiti 10-20 stig.

 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV