Í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Hnífsstunguárás miðsvæðis í Reykjavík í gærmorgun er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Maðurinn sem réðist á konu með hnífi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. júlí.

Lögreglan greinir frá þessu í tilkynningu til fjölmiðla í dag.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn sem er á fertugsaldri í gæsluvarðhald að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Úrskurðurinn er kveðinn upp á grundvelli rannsóknarhagsmuna annars vegar og hins vegar vegna þess að lögreglan telur að maðurinn muni brjóta áfram af sér.

Konan sem ráðist var á er ekki í lífshættu. Rannsókn málsins miðar vel.

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi