Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Fleiri konur vilja verða læknar

16.06.2020 - 07:13
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Gauti Gunnarsson - RÚV
Rúm sjötíu prósent þeirra sem greiddu skráningargjald fyrir inntökupróf við læknadeild Háskóla Íslands þetta sumarið voru konur. Kynjaskiptingin var jafnari í inntökuprófi fyrir sjúkraþjálfun.

Alls greiddu 314 skráningargjald fyrir inntökupróf læknadeildar. Af þeim voru 225 konur og 89 karlar. Morgunblaðið greindi frá í morgun. 

Kynjahlutföll í inntökuprófum í sjúkraþjálfun voru jafnari, 52 karlar og 47 konur þreyttu prófið.

Prófin fóru fram á fimmtudag og föstudag í síðustu viku í húsakynnum Menntaskólans við Hamrahlíð og samanstóðu af sex tveggja tíma próflotum. 60 verða teknir inn í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfun. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV