Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Sýnatakan: Margir hittu ástvini eftir langa bið

Sýnataka gekk vel á landamærunum í dag - fyrsta daginn síðan 19. mars sem hægt er að koma til Íslands án þess að fara í sóttkví. Bæði farþegar og áhafnir á Keflavíkurflugvelli voru ánægð í morgun.

Margir hittu ástvini sína eftir langa fjarveru í dag þegar byrjað var að taka sýni af komufarþegum á Keflavíkurflugvelli. Bæði landlæknir og yfirlögregluþjónn segja að gengið hafi mjög vel. 

Dagurinn byrjaði með snemma með hitamælingu hjá fimm áhöfnum Icelandair sem flugu til fimm borga Evrópu í morgun og flugu til baka með nokkur hundruð farþega síðdegis. Fólkið hefur nær ekkert unnið saman í þrjá mánuði. 

„Það er orðið alltof langt síðan og eins og þú sérð bara mikill spenningur í hópnum að komast aftur í loftið,“ segir Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri Icelandair. 

Einar Dagbjartsson flugstjóri sagði alveg geggjað að byrja áætlunarflugið aftur: „Það er svo gaman í vinnunni.“

Linda segir að reynt verði að draga úr samneyti áhafnar og farþega eins og kostur sé til að minnka líkurnar á smiti.

Björg Stefanía Sigurgeirsdóttir yfirflugfreyja var með grímu að undirbúa komu farþegana í vélina. Hún segir að náttúrulega sé skrýtið að geta ekki þjónustað fólk eins og vanalega: 

„En ég held fyrir farþegana sé númer eitt tvö og þrjú að komast um borð í flugvélina og geta farið heim eða út eftir því hvernig staðan er.“

Þið eruð alveg hress með þetta að fara svona og vera með grímur allan tímann?

„Algerlega, við viljum bara að fyrirtækið komist í loftið eins og maður segir.“

Fyrsta vélin kom frá London um hálftíu og sú næsta frá Kaupmannahöfn. Fjölmiðlum var bannað að vera þar sem sýnatakan fór fram. Ekki tók langan tíma að bíða eftir fyrsta farþeganum. 

Askur Tómas Óðinsson, var fyrsti farþeginn í komusalinn og sagði sýnatökuna hafa verið mjög óþægilega. Hann býr í Lundúnum og var svo rokin að faðma móður sína, sem beið eftir honum. 

Ósk Pétursdóttir, sem líka er búsett í Lundúnum, sagðist hlakka rosalega mikið til að fara í sund og kannski líka á barinn. 

Auður Þráinsdóttir hefur búið lengi á Ítalíu. Hún segir ástandið orðið miklu léttara þar núna: 

„Það var erfitt, við erum búin að vera lokuð inni alveg bara í tvo mánuði. Það var gaman, við erum fimm manna fjölskylda og höfum það bara skemmtilegt.“

Hvað ætlarðu að vera lengi hérna?

„Ég veit það ekki. Strákurinn vildi fara heim og leika sér í fótbolta og gera eitthvað skemmtileg þ.a. við drifum okkur og skildum hin eftir.“

Sigurður Hafsteinsson sem vinnur erlendis sagðist hafa viljað nýta fyrsta tækifærið til að komast heim án þess að þurfa að fara í sóttkví. 

Kristín Hannesdóttir brast í grát af gleði því hún sagðist ekki búin að sjá börnin sín í sex mánuði og væri því spennt að vera komin heim. 

„Þetta gekk ótrúlega vel bæði skráning og sýnataka, Þurfti fólk að bíða lengi í röð? Engin að bíða svo ég gæti séð. En það á að tímamæla þetta í dag. ))

[Víðir]
(( Svolítið stór hluti af þessum farþegum sem eru búnir að koma með þessum tveimur vélum voru ekki búnir að forskrá sig þ.a. þeir voru að skrá sig eftir að þeir komu og það tekur aðeins tíma en að öðru leyti gekk þetta mjög vel. ))

[Víðir]
(( Fólkið sem kom í morgun, var það eitthvað grunsamlegt, vaknaði einhver grunur þar? Ekkert slíkt í gangi en einum einstaklingi var ekki hleypt inn í landið en það var bara vegna þess að hann uppfyllti ekki skilyrðin að koma hingað. Hafði ekkert með hættumat á honum að gera eða neitt slíkt. Hann bara kom utan Schengen og hafði ekki heimild til að koma til landsins. )) 
 

 

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV