Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Spá þurru veðri á þjóðhátíðardaginn

15.06.2020 - 07:39
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Veðurstofan spáir sunnanátt á bilinu 5-13 m/s í dag. Rigningu og súld, einkum sunnanlands.

Gera má ráð fyrir að dragi úr vætu eftir hádegi, fyrst á vestasta hluta landsins, en þá má búast við smávægilegum skúrum. Svo dregur einnig úr vætu síðdegis í öðrum landshlutum.  

Hiti verður á bilinu 8 til 16 stig, hlýjast á Norðausturlandi.  

Á morgun er von á suðvestanátt, 5-13 m/s. Stöku skúrum í flestum landshlutum, en sennilega verður þurrt á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hlýjast suðaustanlands. 

Á þjóðhátíðardaginn má svo búast við hægri suðlægri átt, 3-8 m/s. Sennilega verður þurrt um landið allt. Bjart norðan til en skýjað á sunnanverðu landinu, þó ef til vill megi sjá til sólar.  

 

 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV