Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári frestað

epa08487297 (FILE) - An Oscar statue is displayed during the 92nd Oscars Governors Ball press preview at the Ray Dolby Ballroom in Hollywood, California, USA, 31 January 2020 (reissued 15 June 2020). According to media reports, the Academy of Motion Picture Arts and Sciences has announced that the 93rd Academy Awards will be rescheduled to 25 April 2021 due to the effects of the COVID-19 coronavirus pandemic on the movie industry.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: epa

Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári frestað

15.06.2020 - 20:10

Höfundar

Ákveðið hefur verið að fresta Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári. Í stað þess að halda hátíðina 28. febrúar verður hún haldin 25. apríl.

Þetta er gert vegna Covid-19 faraldursins, en hann hefur gert það að verkum að framleiðslu margra kvikmynda hefur verið frestað og þær verða því frumsýndar síðar en áætlað var. Því hefur fresti til þess að frumsýna kvikmyndir og gera þær þar með gjaldgengar í kapphlaupið um litlu styttuna verið seinkað.

Í stað þess að þurfa að frumsýna myndir fyrir áramót dugar að frumsýna þær fyrir 28. febrúar á næsta ári.