Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ólöglegt að reka fólk vegna kynhneigðar

15.06.2020 - 16:27
epa08487070 An LGBTQ supporter walks with a flag in front of the Supreme Court in Washington, DC, USA, 15 June 2020. The Supreme Court ruled today that the provision of the Civil Rights Act of 1964 known as Title VII that prohibits sexual discrimination in the workplace also protects lesbian, gay, or transgender employees from being disciplined or fired based on their sexual orientation.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að það stríddi gegn alríkislögum um mannréttindi að reka fólk úr starfi vegna kynhneigðar. Að sögn bandarískra fjölmiðla markar niðurstaðan tímamót og veitir milljónum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks vernd.

Úrskurðurinn gengur einnig gegn þeirri fullyrðingu Bandaríkjastjórnar að sjöunda grein mannréttindalaganna frá 1964, sem bannar mismunun á vinnumarkaði vegna kynferðis, nái ekki yfir kynhneigð fólks. Sex hæstaréttardómarar voru fylgjandi úrskurðinum, þrír voru á móti. 

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV